Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að mest talað - 76 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?

Um vernd villtra fugla er fjallað í svokallaðri fuglatilskipun Evrópusambandsins nr. 2009/147. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Hvert aðildarríki skal tryggja að stofnstærðir tegunda séu ásættanlegar og grípa til ráðs...

Er endurskoðun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem samið var um 1992 enn ólokið?

Stutta svarið er já: Þessari endurskoðun er enn ekki lokið þótt stöðugt hafi mjakast áleiðis í samræmi við stefnuna sem lagður var grunnur að árið 1992. Flest bendir til þess að endurskoðunin haldi áfram enn um sinn, enda tengist hún veigamiklum þáttum í samfélagi okkar og umhverfi, svo sem umhverfismálum og byggð...

Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?

Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð E...

Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?

Aðild Spánar að Evrópusambandinu er ekki talin helsta orsök mikils atvinnuleysis í landinu, enda hefur lengi verið við djúpstæðan kerfisvanda að etja á spænskum vinnumarkaði. Þótt hagfræðingar séu almennt sammála um að atvinnuleysið væri eitthvað minna ef Spánn hefði yfir að ráða eigin gjaldmiðli er erfitt að segj...

Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í janúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum? Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugl...

Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi Íslands hefur lækkað á undanförnum árum á meðan hlutfall iðnaðarvara hefur hækkað. Árið 2011 var fjórða árið í röð þar sem meira var flutt út af iðnaðarvörum en sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2011 var 251,6 milljarður króna eða 40,6% af heildarverðmæti ...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: